Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar

Í dag eru langflestir kennarar þátttakendur á einhverjum af þeim samfélagsmiðlasíðum sem í boði eru.

Undanfarin fimm ár hefur átt sér stað bylting í notkun samfélagsmiðla til starfsþróunar kennara. Margir hópar hafa myndast á Fésbók utan um áhugamál, sérgrein, skólastig kennara o.fl.. Þá hefur Twitter í síauknum mæli verið nýttur til samræðu á meðal kennara og miðlunar á áhugaverðu efni sem að mati kennara á erindi til annarra kennara. Pinterest er að verða sívinsælla og þá einkum á meðal kvenna og hafa kennarar einnig nýtt sér þann vettvang til þess að safna saman áhugaverðu efni sem gæti nýst kennurum til starfsþóunar og til kennslu.