Upplýsingatækni

Frí tónlist

Stundum þegar ég er að útbúa myndskeið er ég í stökustu vandræðum með að finna tónlist til þess að hafa í bakgrunninum. Yfirleitt vista ég myndskeiðin á YouTube og þar fá þau ekki að vera ef bakgrunnstónlistin er þekkt og höfundarvarin. Í dag vildi svo heppilega til að bloggarinn Richard Byrne sem ég hef fylgt eftir í nokkur ár var að benda á ókeypis tónlist sem hægt er að nota í þessum tilgangi.

Ég get heils hugar mælt með því að áhugafólk um upplýsingatækni í skólastarfi fylgist með því sem Richard Byrne setur á bloggið sitt Free Technology for Teachers. Hann heldur einnig úti spjallsvæði á YouTube og er oft með opna fyrirlestra þar sem eru yfirleitt alltaf áhugaverðir. Ég hef allavega lært heilmikið á því að fylgjast með honum Richard.