Upplýsingatækni

Aftur til vinnu

Það var ljúft að komast aftur í kennslu í leikskólanum í dag. Námsleyfinu er lokið, þessir níu mánuðir voru fljótir að líða. Ég mun áfram kenna bæði sérkennslu og upplýsingatækni í leikskólanum Álfaheiði. Reyndar blanda ég þessu mikið saman, enda hvoru tveggja mitt áhugamál. Að vanda blogga ég um það sem við erum að vinna að á heimasíðu leikskólans svo það má fylgjast með okkur. Ég legg mikla áherslu á að kenna elstu börnunum á skapandi forrit í von um að þau noti iPadinn meira sem námsgagn í framtíðinni í stað afþreyingar. Þar sem að ég ákvað að vera með í eTwinningverkefninu Brave children learning to code Hugrakkir krakkar læra að forrita munum við einnig vinna að margskonar forritunarverkefnum á vorönninni. Svo verður að vanda ýmislegt annað skemmtilegt tekið fyrir líka. Fylgist með.