Upplýsingatækni

Forritun

Ég hef verið að kenna elstu börnunum í leikskólanum fyrsta stig forritunar með Robot Mouse. Forritunarmúsin er tiltölulega ný á markaðum. Hún var kynnt fyrst á BETT-Show- upplýsingatækni í skólastarfi sýningu sem haldin er árlega í London. Verkefnin eru miserfið, en börnin hafa spjöld sér til aðstoðar. Viðfangsefnin reyna á samvinnu og rökhugsun svo um munar. Hægt er að kaupa hana núna á mjög hagstæðu verði um 7.000 kr. í ToyRus í Kringlunni. Við lékum okkur með nýju músina okkar í dágóða stund og börnin voru ekki lengi að skilja um hvað forritun snýst. Leikfanginu fylgir hjálpatæki eins og örvar til þess að minna á hvernig við getum matað músina af upplýsingum um það hvert við viljum að hún fari. Með samvinnu og hjálpsemi tókst börnunum að koma músinni í ostinn sinn, þó svo að sum borðin sem í boði voru væru mjög flókin. Þetta var frábærlega skemmtilegt sögðu þau í lok tímans.