Í dag fór ég í Menntabúðir á vegum UT- torgs. Það er ætíð áhugavert að fara í Menntabúð hjá þeim. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki í Menntabúðum. Saman takast þeir á við áskoranir og málefni sem eru ákveðin af þátttakendum sjálfum og eru knúin áfram af markmiðum og þemum dagsins.
Megin markmið Menntabúðanna er að:
- skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
- veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
- gefa þátttakendum tækifæri til þess að öðlast ný og efla tengsl við jafningja þannig að samvinna verði í framtíðinni milli fólks
Menntabúðir hafa verið haldnar hér á landi síðan í september 2012, en þá fékk stjórn 3f- Félag um upplýsingatækni og menntun þá hugdettu að hafa menntabúðir í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Við í stjórn 3f höfðum þá fylgst með því sem var að gerast í starfsþróun kennara hvað varðar upplýsingatækni í öðrum löndum og þar voru svokallaðar EduCamp orðnar mjög vinsælar sérstaklega í USA og í Bretlandi. Þema þessara fyrstu Menntabúða var sérkennsla og voru þær haldnar í samstarfi við fagfélög sérkennara.
Í menntabúðinni í dag var margt að skoða og læra eins og sjá má hér.
Ljósmyndir frá Menntabúðunum í dag.