Upplýsingatækni

Ingvi Hrannar einn af áhrifavöldum um menntamál í heiminum

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið valinn einn af hundrað áhrifavöldum um menntamál í heiminum af hundred.org. Hér má sjá ítarlegt viðtal við hann í tilefni af því. Til hamingju Ingvi Hrafn með heiðurinn!
Ingvi Hrannar segir að við séum á rétti leið ef við gætum að því að bjóða börnum upp á skapandi nám í skólum. Við þurfum að halda umræðunni á lofti alla daga um það hvað bíður nemenda í framtíðinni. Hvernig nám er þörf á að bjóða upp á á 21 öldinni.
Ingvi Hrannar segir að fyrst af öllu verður að borga kennurum vel. Það verður að virða kennara og treysta þeim, ef það er gert munum við hafa góða kennara og fá til okkar fleiri frábæra kennara. Kennsla er skapandi starfsgrein sem þarfnast skapandi sérfræðinga, sem við verðum að gefa frelsi og traust og þá geta þeir gert ótrúlega hluti.
Ingvi Hrannar segist halda að hlutverk kennarans sé að vera góð fyrirmynd og leiðbeinandi fyrir nemandur, kennari sem leiðir og sýnir nemendum hvað það er að læra og við hættum aldrei að læra, menntun er ævilangt ferli.