Upplýsingatækni

Tæknidagur í leikskólanum Ösp

Föstudaginn 27. apríl s.l. var í annað sinn haldinn tæknidagur í leikskólanum Ösp í Breiðholti. Rakel Magnúsdóttir var leikskólanum innan handar við framkvæmd dagsins, en hún hefur verið ráðgjafi í upplýsingatækni í leikskólanum um hríð. Lögð var áhersla á að allir aldurshópar nytu sín. Dagurinn heppnaðist að sögn Rakelar frábærlega vel og var mæting foreldra framar vonum, einnig mættu gestir frá Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, talmeinafræðingar og starfsmenn frá öðrum leikskólum í hverfinu. Hægt er að fræðast um daginn í fréttabréfi sem útbúið var af þessu tilefni auk þess sem hægt er að sjá hvaða smáforrit voru kynnt. m.a. til málörvunar, stærðfræði og svo tæknileikföng sem fullorðnir og börn léku sér með. Þess má geta að tæknileikföngin voru flest fengin að láni hjá Mixtúru, en þar geta leik- og grunnskólar fengið lánuð ýmis námsgögn í upplýsingatækni. Til hamingju með þetta allt saman Rakel og starfsfólk í leikskólanum Ösp í Breiðholti. Hér fyrir neðan er ljósmynd sem Rakel tók á tæknideginum í leikskólanum Ösp.