Upplýsingatækni

Örð – Miðstig

Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson kennsluráðgjafi í Spjaldtölvuverkefninu í Kópavogi setti inn nýtt myndband á netið í dag. Í síðasta mánuði kom út myndband um upplýsingatækni á yngsta stigi grunnskólans, en núna var að koma út þetta myndband þar sem fjallað er um upplýsingatækni á miðstigi grunnskólans. Ætlunin er að útbúa mörg myndbönd þar sem tekin eru viðtöl við þátttakendur í spjaldtölvuverkefninu. Myndböndin snerta öll nám, kennslu og menntun með spjaldtölvum. Myndböndin heita öll Örð. Það nafn er fornt en merkir ýmist plæging, sáð, akurland eða uppskera. Allt orð sem ráðgjöfunum í spjaldtölvuteyminu finnst passa við myndböndin enda eru þau einskonar uppskera úr sáðlandinu, grunnskólum Kópavogs.