Upplýsingatækni

QR kóðar með jólalögum

Það er partur af eTwinningverkefninu okkar í Álfaheiði Children at the Opera að útbúa QR kóða sem að baki er tilvísun í jólalög á YouTube. Börnin eru búin að útbúa slíka kóða og hengja út um leikskólann. Núna geta allir skannað kóðana og brostið í söng. Nokkur börn sóttu hljóðfæri í morgun til þess að spila undr á ganginum. Bara gaman að þessu. Foreldrar eru einnig hvattir til að stoppa við kóðana og taka undir í söng.