Sköpun, Upplýsingatækni

Breakout Edu

Nýlega var haldin vinnusmiðja í Árskóla á Sauðárkróki þar sem saman komu kennarar víða af landinu og lærðu undir stjórn Ingva Hrannars að nota Breakout edu í skólastarfi. Í kjölfar vinnusmiðjunnar útbjuggu Nanna María og Ingvi Hrannar námsvef fyrir kennara. Á vefnum er safnað saman mörgum frábærum hugmyndum af leikjum frá kennurum víða um land.

Breakout Edu svipar til „escape“ leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út. Breakout er einnig til í stafrænum útfærslum ef kassinn er ekki til staðar eða undirbúningur af skornum skammti. Breakout Edu er stórskemmtileg viðbót við allar skólastofur og hentar öllum aldri og í öllum námsgreinum. Hefur mjög góð áhrif á hópinn, eflir samvinnu, samskiptahæfni og þrautseigju ásamt því að efla þrautalausnahugsun og ályktunarhæfni.

Takk kærlega Nanna María og Ingvi Hrannar fyrir þennan frábæra vef.