Book Creator

Book Creator er smáforrit fyrir iPad, Android og Windows og ætlað til þess að útbúa rafrænar sögubækur. Forritið er sérlega einfalt og þægilegt í notkun og hentar öllum aldurshópum. Með Book Creator er hægt setja saman á einfaldan máta gagnvirka rafbók með myndum, texta, hljóð og upptöku. Hægt er að deila bókinni á einfaldan hátt t.d með pósti eða Dropbox. Með einni snertingu er hægt að lesa bókina í iBooks. Frábært forrit sem ætti að nýta sem allra allra mest í bæði leik- og grunnskóla.