Sköpun, Upplýsingatækni

Breakout Edu

Nýlega var haldin vinnusmiðja í Árskóla á Sauðárkróki þar sem saman komu kennarar víða af landinu og lærðu undir stjórn Ingva Hrannars að nota Breakout edu í skólastarfi. Í kjölfar vinnusmiðjunnar útbjuggu Nanna María og Ingvi Hrannar námsvef fyrir kennara. Á vefnum er safnað saman mörgum frábærum hugmyndum af leikjum frá kennurum víða um land.

Breakout Edu svipar til „escape“ leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út. Breakout er einnig til í stafrænum útfærslum ef kassinn er ekki til staðar eða undirbúningur af skornum skammti. Breakout Edu er stórskemmtileg viðbót við allar skólastofur og hentar öllum aldri og í öllum námsgreinum. Hefur mjög góð áhrif á hópinn, eflir samvinnu, samskiptahæfni og þrautseigju ásamt því að efla þrautalausnahugsun og ályktunarhæfni.

Takk kærlega Nanna María og Ingvi Hrannar fyrir þennan frábæra vef. 

Sérkennsla, Sköpun, Upplýsingatækni

Puppet Pals

Þessa dagana eru eldri börnin sem mæta snemma á morgnanna að æfa sig í smáforritinu Puppet Pals. Þetta er afar skemmtilegt forrit þar sem börnin eru að skapa sinn eigin söguheim og tjá sig með brúðum. Brúðurnar eru tilbúnar, en þau hafa líka lært að búa til sínar eigin og setja líka sjálf sig inn í forritið og tala fyrir sig í ýmsum aðstæðum. Hægt er að fræðast meira um forritið og læra á það hér á Fikt. 
Börnin eru að búa til sitt eigið ævintýri út þessa viku og síðan eiga þau að fá tækifæri til þess að sýna hinum börnunum endanlegu útgáfuna. Við setjum ævintýrin á YouTube svo foreldrar geta notið líka.

Mosaic44b0f104c1106e8307508901ddeebc31f8fa85e8

Sköpun, Upplýsingatækni

Snillismiðjur

Árið 2017 fékk #VEXAedu styrk úr Sprotasjóði til að útbúa veflæga fræðslugátt og byggja upp lærdómssamfélag um Makerspaces í grunnskólum á Íslandi. Fræðslugáttin, sem var kölluð „Snillismiðjur“  og var unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg og var gerð í vefsíðuforritinu Google Sites innan G-Suite kerfis borgarinnar.

Í fræðslugáttinni er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þar er bent á fjölbreyttar leiðir til starfsþróunar, innkaupalista, önnur lærdómssamfélög á samfélagsmiðlum, fræðsluefni samansafn af bókum og fræðigreinum. Einnig er að finna verkefnabanka sem #VEXAedu hópurinn hefur sett saman og þýtt í samstarfi við fræðsluveitur og höfunda. Verkefnabankinn verður reglulega uppfærður. Frábært framtak hjá þeim #VEXAedu konum. Takk fyrir.

Á bakvið #VEXAedu standa:

  • Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi Hörðuvallaskóla, Kópavogi
  • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, UT kennslufulltrúi Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
  • Erla Stefánsdóttir, verkefnastjóri Mixtúru margmiðlunarvers Reykjavíkurborgar
  • Hildur Rudolfsdóttir, kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni í Garðaskóla, Garðabæ
  • Hugrún Elísdóttir, UT verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
  • Rósa Harðardóttir, skólasafnskennari og UT verkefnastjóri Selásskóla, Reykjavík
  • Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.