Forritun með forritum

Forritun (kóðun) eða tölvuforritun er sögð vera hið nýja læsi. Rétt eins og ritun hjálpar börnum að skipuleggja hugsun sína og tjá hugmyndir gildir það sama um forritun.
Í fortíðinni var forritun talin of erfið fyrir flest fólk, en í dag er talið að hún sé fyrir alla, rétt eins og að skrifa.

Mismunandi leiðir til þess að læra forritun

  • án nokkurra verkfæra (bara talaðar upplýsingar)
  • mismunandi leikir
  • sögur, bækur
  • smáforrit fyrir iPad (eða aðrar spjaldtölvur)
  • forrit eða vefsíður fyrir tölvur
  • mismunandi leikföng sem hægt er að forrita
  • vélmenni

Fyrir ung börn er forritun eins og leikur!

Þau átta sig ekki á að þau séu að læra forritun á sama tíma!

Hér verður fjallað um mismunandi smáforrit og vefleiki sem henta til þess að kenna ungum börnum forritun.

ScratchJr

Með ScratchJr læra börnin á aldrinum 5-7 mikilvægar færni í forritun þegar þau forrita eigin gagnvirkar sögur og leiki.

Box Island

Box Island er fyrsti íslenski spjaldtölvuleikurinn sem kynnir forritun fyrir börnum. Leikurinn er sagður henta börnum 8 ára og eldri, en elstu börnin í leikskólanum geta alveg ráðið við hann.

Kodable – Coding for kids

Margverðlaunað forritunarefni á vef og smáforrit fyrir börn.
Kodable er hannað til að kenna börnum 4-11 ára að forrita.

Code Karts – Pre-coding logic

Code Karts er smáforrit fyrir börn frá 4 ára aldri. Grunnatriði í forritun eru kennd í gegnum röð af rökréttum þrautum sem eru kynntar í formi kappaksturleiks. Ennfremur kennir forritið börnunum að takast á við hindranir og allt er kennt í gegnum leik og smá samkeppni (kappakstur).

Daisy the Dinosaur

Daisy the Dinosaur er ætlað til þess að kenna 6-8 ára börnum grunnatriði í forritun.

CodeSpark Academy With the Foos

CodeSpark Academy With The Foos er námsefni í forritun fyrir börn 4-9 ára.

Cato’s Hike

Cato’s Hike er smáforrit til þess að kenna ungum börnum undirstöðuatriði í forritun. Ætlaður börnum frá 4 ára aldri.

Lightbot

Lightbot er smáforrit og einnig forritunarleikur á vef.  Leikurinn er  hannaður fyrir 9-11 ára, en mun yngri börn geta haft ánægju af honum.