Forritunarleikföng

Því hefur verið fleygt fram að rúm 60% barna munu vinna í framtíðinni við störf sem ekki eru til í dag. Þegar svo spurt er hvað þessi störf munu fela í sér nefna flestir að störfin munu að einhverju leyti fela í sér þekkingu og reynslu í forritun. Þess vegna sé mikilvægt að kynna forritun fyrir ungum börnum og þjálfa þau í þeirri hugsun að þau geti haft áhrif á það sem gerist í tölvum framtíðarinnar.  Fyrir ári síðan, í október 2016 hófst átaksverkefni hér á landi Kóðinn 1.0. Tilgangur og markmið verkefnisins er að virkja sköpunargleði barna og kynna þau fyrir grunnþáttum forritunar. Á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmsar æfingar sem grunnskólanemendur geta spreytt sig á.

Hér verður fjallað um nokkur forritunarleikföng sem hægt er að nota til þess að kynna forritun fyrir ungum börnum, börnum í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla.

Óstafræn leikföng
Til þess að efla tilfinningu barna fyrir því að þau geti haft stjórn eru til óstafræn leikföng og m.a. selur verslunin A4 þessar skemmtilegu mottur. Þær reyna á samvinnu barnanna og efla gagnrýna hugsun. Leikurinn er afar skemmtilegur og mikið fjör.

Bíflugan
Eitt af elstu forritanlegu leikföngum sem til hafa verið á markaði hér á landi er Bíflugan yndislega. Það eru mörg börn sem þekkja hana og hafa haft gaman af að leika sér með hana. Núna er líka hægt að fá hana þannig að hægt er að forrita hana með spjaldtölvu.
       

Það er hægt að kaupa fyrir hana margskonar dúka til þess að fá hana til þess að hreyfa sig eftir og svo líka glæra svo börnin geta útbúið sína eigin leið til þess að forrita hana eftir. Á heimasíðu Bíflugunnar er að finna ótal hugmyndir af því hvernig hægt er að vinna með hana í leikskólum og yngsta stigi grunnskólans.

Hér má sjá sýnishorn af stærðfræðileik.

Forritunarmúsin er tiltölulega ný á markaðum. Hún var kynnt fyrst á BETT-Show- upplýsingatækni í skólastarfi sýningu sem haldin er árlega í London. Verkefnin eru miserfið, en börnin hafa spjöld sér til aðstoðar. Viðfangsefnin reyna á samvinnu og rökhugsun svo um munar. Hægt er að kaupa hana núna á mjög hagstæðu verði um 7.000 kr. í ToyRus í Kringlunni. Hér má kynningu á notkun hennar.
Cubbeto
Forritunar kubburinn Cubbeto er forritunarleikfang sem margir eru hrifnir af.  Cubetto er vingjarnlegt trévélmenni sem mun kenna börnunum grunnatriði forritun í gegnum ævintýri og leik. Hér má sjá þegar Cubbeto var kynnt fyrir börnunum í leikskólanum Krógabóli. Cubetto er samþykkt sem Montessori námsgagn. Hér má sjá ágæta kynningu á Cubetto.
Dash og Dot
Þessi yndislegu litlu vélmenni Dash og Dot (auðvitað hægt að gefa þeim íslensk heiti að vild) eru orðnir nokkuð vinsælir hér á landi. Þeir eru með hljóðnema (til að hlusta á skipanir), hátalara (svo þeir geta „talað“), nálægðarnemar og LED ljós  sem „augu“ (sem blikka sannfærandi). Dash er hreyfanlegur, en Dot er hannaður til að sitja þarna og vera sætur.
Dash and Dot eru forritaðir með því að nota spjaldtöfluforrit sem heitir Blockly. Auðvelt er að forrita þá félaga, hægt að láta Dash fara áfram og aftur á bak. Hann gerur sagt „Halló“.  Blockly forritið er mjög aðgengilegt og sjónrænt svo börn eiga frekar auðvelt með að átta sig á því hvernig þau geta gefið skipanir. Forrritið leyfir börnunum að breyta hegðun Dash að vild, t.d. ef Dash heyrir rödd, getur það horft til hátalarans, eða þegar Dash skynjar hindrun fyrir framan það getur það stöðvað og blikkað ljósum. Öllum börnum finnst þessi vélmenni skemmtileg og gaman að vinna í forritinu. Það myndast yfirleitt skemmtileg samvinna og leikur þegar fengist er við Dash og Dot. Hér má sjá Dash og Dot notaða í skólastarfi.

 

 

OSMO Coding
Osmo er margverðlaunaður og þroskandi leikur sem gjörbreytir því hvernig krakkar leika sér með iPad. Hannaður fyrir krakka á aldrinum 5-12 ára. Osmo Coding er auðveld leið til að kynna forritun. Barnið lærir rökfræði og að leysa vandamál.

Er lítil og krúttleg kúla sem er hönnuð til þess að vekja athygli barna og fullorðinna og virkja sköpunarkraft með gagnvirkum leik og forritun. Hægt er að nota Lightning Lab smáforritið í iPad og síma til þess að forrita Sphero.  Hægt er að láta Sphero fara í gegnum völundarhús, þræða krókaleiðir, mála málverk, eiginlega eru engar takmarkanir nema eigið ímyndunarafl!
Eru sniðugir forritunarkubbar fyrir ung börn. Þeir eru reyndar ennþá nokkuð dýrir. Það sem er svo skemmtilegt við þessa kubba er að það er hægt að nota þá með Lego kubbum. Þannig er hægt að búa til myllur, flugvélar og allt mögulegt sem hægt er að láta snúast eða færast fram og til baka. Á heimasíðunni er hægt að fá ókeypis ýmiskonar námsáætlanir og myndbönd sýna hvernig á að byrja að vinna með þessa sniðugu kubba. Hér er t.d. sýnishorn af vélmenni sem búið er til með einum Cublets kubb og svo legokubbum.