Kennslumyndbönd

Myndband 1 – Kynning á smáforritinu Puppet Pals.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig á að sækja forritið og helstu stýringar kynntar lítillega. (4.46 mín)

Myndband 2 – Að leika leikinn
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig hægt er að hreyfa persónurnar til, snúa þeim og hvernig hægt er að taka upp, vista leikinn og breyta í myndband. (5.07 mín)

Myndband 3 – Að búa til persónur/leikendur og bakgrunna
Í þessu myndbandi er kennt að búa til eigin persónur og bakgrunna. (5.33 mín)

Myndband 4 – Sögugerð
Í þessu myndbandi er kennt hvernig hægt er að útbúa sögu alveg frá grunni. Hvernig hægt er að útbúa söguborð til þess að auðvelda börnunum að ákveða söguþráðinn, útbúa leikendur og bakgrunna og taka upp. Í lokin er svo mælt með því að börnin fái að halda „Bíó“ fyrir alla í leikskólum (Sjá nánar í kennsluáætlun). (6.30 mín)