Sköpun

Hægt er að benda á fjölmörg smáforrit sem nýta má til sköpunar. Ég hef lagt áherslu á að nota smáforrit sem ekki eru með miklu ensku tali, heldur því meira af sjónrænum vísbendingum sem börn eru fljót að finna út úr hvað þýða. Einnig leita ég eftir forritum þar sem ekki skiptir máli að unnið er í þeim á íslensku. Flest þessara forrita eru þannig að þau efla um leið málþroska barna.

Book Creator

Með Book Creator er hægt setja saman á einfaldan máta gagnvirka rafbók með myndum, texta, hljóð og upptöku. Hægt er að deila bókinni á einfaldan hátt t.d með pósti eða Dropbox. Með einni snertingu er hægt að lesa bókina í iBooks. Frábært forrit sem ætti að nýta sem allra allra mest í bæði leik- og grunnskóla.

Little Story Creator

Sama má segja um Little Story Creator sem er mitt uppáhalds app. Allt umhverfið í forritinu er svo barnvænt að mjög ung börn geta nýtt það. Ég hef verið að leika mér með 2 ára barnabarninu í því og í desember þegar ég var í flugvél með móður mína áttræða kenndi ég henni á forritið og henni fannst það göldrum líkast. Svo þetta er smáforrit sem hentar frá 2 ára og uppúr.

Puppet Pals

Puppet Pals er ótrúlega skemmtilegt smáforrit. Í því er hægt að búa til sína eigin leiksýningu með leikurum og bakgrunnum. Börnin geta stjórnað leikurunum með því að draga þá inn á sviðið og út aftir, stækkað leikarana og minnkað. Rúsínan í pylsuendanum er að það er hægt að taka upp hreyfingarnar og hljóðin sem börnin búa til. Með Puppet Pals er hægt að búa til leikmynd með hreyfingum og hljóði á mettíma. Hægt er að velja leikara (jafnvel sjálfan sig) og bakgrunna. Þetta smáforrit ýtir svo sannarlega undir sköpunarkraft barnanna. Hægt er að flytja út myndbandið og nota þær t.d. í Book Creator.

StopMotion

StopMotion er frábært app sem notað er til hreyfimyndargerðar. Í notkun þess gildir að vera hugmyndaríkur, því notkunarmöguleikarnir eru óþrjótandi.

iMovie

iMovie appið er mjög aðvelt í notkun hægt er að gera myndband á mettíma. Hægt er að bæta ljósmyndum, taka upp hljóð og tónlist á myndbandið. Einnig er hægt að velja milli mismuandi sniðmát (Theme) og velja transitions á milli myndbandsbrota.

QR kóðar

 

 

 

Öllum börnum þykja leyndardómar skemmtilegir. Með því að útbúa QR kvóða er hægt að setja inn frásögn af skapandi starfi við hlið myndverka barnanna á vegg. Vísa t.d. foreldrum á myndskeið sem tekin voru upp í dansi eða ferli í skapandi vinnu með börnunum. QR kvóði er útbúinn á vefsíðunni QR Generator og svo þarf að hlaða niður smáforriti sem getur lesið kvóðann t.d. Scanner eða nota myndavél iPadsins eins og hægt er að gera núna í nýrri útgáfum af þeim.

Hér ná læra að útbúa QR kvóða, en hún Hildur Runólfsdóttir kennsluráðgjafi í Garðaskóla í Garðabæ hefur útbúið þessi frábæru kennslumyndskeið.