Skynjun og leikur

Til eru smáforrit sem eru ætluð til skynupplifunar. Þá hefur kennari við hendina skjávarpa til þess að tengja við iPadinn og varpar mynd á vegg, loft eða gólf. Þess konar smáforrit eru mjög vinsæl á yngri deildum leikskólans, en hafa einnig verið notuð á eldri deildum og þá til þess að auðga leik barnanna eða í hvíld. Flestum þessum smáforritum fylgir ljúf tónlist, en það er auðvitað val hvers og eins hvort hún er höfð með eða ekki. Hér ætla ég að benda á nokkur smáforrit sem ég hef verið að nota í þessum tilgangi, en einnig eru til mörg heppileg myndbönd á YouTube sem hægt er að nota á sama hátt.

Sensory Apphouse

 

Er netfyrirtæki sem sérhæfir sig í smáforritum til skynörvunar. Ég hef prófað mjög mörg af þeirra smáforritum og get mælt með þeim öllum.

Tiltoria

 

 

 

 

 

Þetta smáforrit er ókeypis og gert til þess að nota sem skynupplifun fyrir börn. Hægt er að breyta mynstrinu auðveldlega og þannig að skipta um áreiti. Þetta smáforrit gerir notalega stemmingu í rökkvuðu herbergi og hentar einnig til þess að róa börn niður.

 

Fish Farm

 

 

 

 

 

Fish Farm smáforrit eru til í þremur útgáfum, Fish Farm 1-3 og eru sérlega skemmtileg smáforrit með börnum. Aðallega hefur það þó verið notað með börnum á yngri deildum leikskólans (1-3 ára börnum) til þess að skapa stemmingu. Það hefur líka virkað vel í hvíldarstund fyrir alla aldurshópa því það er mjög róandi að vera í herbergi sem er eins og hafsbotn. Fiskarnir, sæhestar, hvalir, höfrungar, sverðfiskar, kolkrabbar, krossfiskar og fleiri fisktegundir synda um í sjónum og það er eins og að vera komin niður í hafsdjúpin.

Light Box

 

 

 

 

 

Í þessu smáforriti er val um margskonar mynstur, hægt er að velja t.d. sápukúlur, eld, rigningu, snókommu, stjörnur, lauf, doppur og fl. Hljóðið sem kemur er í samræmi við það mynstur sem valið er. Það snarkar í eldinum og heyrist í rigningunni.

Myndbönd
Hér á YouTube er að finna tveggja klst. efni af skynörvandi efni, spiluð er róleg barnatónlist undir, en það eru auðvitað val hvort það er haft með.

Sensory Soothing er myndband á YouTube sem ætlað er til þess að róa hugann. Það er ljúf tónlist undir, en ég mæli með að hún sé höfð lágt stillt.

Fiskabúr og lágstemmd tónlist á YouTube. Hér er tveggja klst. myndefni sem auðveldlega má nota í hvíldarstund eða til þess að auðga leik barnanna.

Arineldur sem snarkar í, hvað er notalegra en að mæta í skólann að morgni og það taka á móti manni svona notarlegheit. Það hefur verið frábært að fylgjast með yngstu börnunum. Þau fara undantekningarlaust og setjast við arineldinn sem hafður er á neðst á veggnum.

Á YouTube er einnig að finna mörg róandi náttúrumyndbönd. Þá er um að ræða kyrrmynd með náttúruhljóðum, oftast úr skóglendi þannig að það heyrist í fuglum og vatni.

Leikur
Á YouTube má einnig finna ógrynni af efni sem hægt er að nota til þess að kveikja hugmyndir barnanna í leik. Hér er dæmi um það hvernig hægt er að nota myndband með dönsku sumarlagi um fiðrildi. Myndbandinu er varpað á vegg og börnin geta leikið fiðrildi og dansað um t.d. með slæður.

Öllum börnum, en þó sérstaklega börnum á aldrinum 1-3 ára finnst gaman að fara í strætóleik. Hægt er að auðga þann leik með því að varpa upp á vegg fyrir framan börnin t.d. myndbandi af dýrum í Afríku. Þannig geta börnin ímyndað sér að þau séu komin til Afríku að skoða dýrin og herma eftir hljóðum þeirra.

Hægt er einnig að varpa upp á vegginn myndskeiðum t.d. háar byggingar eða byggingar í nágrenninu þar sem börnin eru að byggja úr einingakubbum eða holukubbum.