Upplýsingatækni

Hreyfimyndagerð

Leikskólinn Furugrund er með 24 leikskólakennara í heimsókn frá fimm löndum, þátttakendur í Erasmus+ verkefninu Be a master, think creatively  þessa viku og það er ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég stýrði m.a. skemmtilegri vinnustofu í morgun. Byrjaði á því að segja þeim frá reynslu minni á því að nýta upplýsingatækni í leikskólum og síðan fengu gestirnir að leika sér í hreyfimyndagerð. Það var svakalega gaman að fylgjast með þeim takast á við verkefnið og afraksturinn varð fimm bráðsniðugar hreyfimyndir. Við notuðum smáforritið Stop Motion sem ung börn eiga sérlega auðvelt með að læra á. Hér má sjá nokkrar myndir frá því í morgun.