Upplýsingatækni

Kennsluráðgjöf

Ég hef í nokkur ár fylgst með Ingva Hrannari Ómarssyni sem er kennsluráðgjafi í Skagafirði. Ingvi Hrannar heldur úti áhugaverðri heimasíðu og þar birtir hann eitt og annað um upplýsingatækni. Í dag skrifaði hann um breytingar á starfi sínu sem kennsluráðgjafi. Hann ætlar að prófa á vormánuðum að vera meira inni í skólastofu hjá kennurum og aðstoða þá við að breyta kennsluháttum sínum. Mér líst rosalega vel á þetta hjá honum, en það er einmitt mín reynsla að kennarar vilja hafa ráðgjafa til staðar, það veitir þeim öryggi og áræðni til þess að prófa hluti sem þeir hafa ekki gert áður. Oft upplifði ég það í minni vinnu að það að sitja fyrir aftan kennara var nóg þess það þeir þorðu að prófa sig áfram í tölvunni. Stundum höfðu þeir það á orði að forritin virkuðu betur ef ég væri í herberginu, hversu undarlega sem það hljómar. Allavega þá mæli ég með því að allir sem hafa áhuga á upplýsingatækni og breyttum kennsluháttum fylgi eftir bloggi Ingva Hrannars.