Upplýsingatækni

Stundum dreymir mig um að starfa hjá sveitarfélagi sem lætur sér annt um upplýsingatækni í leikskólum. Núna þetta skólaár hef ég fylgst með því sem er að gerast í Osló og fleiri sveitarfélögum í Noregi. Þar á sér stað mikil áhersla á að efla leikskólafólk í notkun á upplýsingatækni í skólastarfinu. Er það gert m.a. til þess að framfylgja nýjum áherslum í aðalnámskrá fyrir leikskóla frá 2017. Framundan eru spennandi ráðstefnur um viðfangsefnið og öllu starfsfólki leikskólanna boðið að vera með. Markmiðið er að allir í leikskólanum hafi hæfileika til þess að kenna börnum að takast á við tækni til framtíðar. Hægt er að fylgjast með þessu metnaðarfulla starfi á vefsíðunni Digital Arena Barnehagen.