Sérkennsla, Sköpun, Upplýsingatækni

Puppet Pals

Þessa dagana eru eldri börnin sem mæta snemma á morgnanna að æfa sig í smáforritinu Puppet Pals. Þetta er afar skemmtilegt forrit þar sem börnin eru að skapa sinn eigin söguheim og tjá sig með brúðum. Brúðurnar eru tilbúnar, en þau hafa líka lært að búa til sínar eigin og setja líka sjálf sig inn í forritið og tala fyrir sig í ýmsum aðstæðum. Hægt er að fræðast meira um forritið og læra á það hér á Fikt. 
Börnin eru að búa til sitt eigið ævintýri út þessa viku og síðan eiga þau að fá tækifæri til þess að sýna hinum börnunum endanlegu útgáfuna. Við setjum ævintýrin á YouTube svo foreldrar geta notið líka.

Mosaic44b0f104c1106e8307508901ddeebc31f8fa85e8

Upplýsingatækni

OSMO í kennslu

Unnur Valgeirsdóttir opnaði nýlega frábæran vef fyrir kennara um forritunarverkfærin OSMO. Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og iPhone. Til að geta notað Osmo þarf að kaupa stand (base) fyrir iPad eða iPhone og honum fylgir lítill spegill sem settur er yfir myndavélina. Spegillinn nemur það sem gert er fyrir framan skjáinn hvort sem það er með penna, hreyfingu, kubbum, bók- eða tölustöfum.

Forritin sem fylgja tækinu eru ókeypis og þau er hægt að sækja á App Store.

Hægt er að spila margskonar leiki: Coding Awbie, Coding Duo, Coding Jam, Detective Agency, Hot Wheels Mindracers, Masterpiece, Monster, Newton, Numbers, Pizza Co., Super Studio, Tangram og Words. Feitletruðu leikina er einungis hægt að spila með því að kaupa pakka með aukahlutum. Auðvelt er að setja Osmo upp og byrja að nota leikina.

Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur kubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, forrita, teikna, skapa og gera tilraunir.

Osmo er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára en bæði yngri og eldri einstaklingar hafa gaman af að spreyta sig. Leikirnir efla hreyfifærni, skilningarvitin og sköpun auk þess sem þeir þjálfa rökhugsun, hljóðkerfisvitund, orðaforða, stærðfræði, samvinnu og samskipti.

Takk kærlega Unnur fyrir frábæran vef.

Upplýsingatækni

Hreyfimyndagerð

Leikskólinn Furugrund er með 24 leikskólakennara í heimsókn frá fimm löndum, þátttakendur í Erasmus+ verkefninu Be a master, think creatively  þessa viku og það er ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég stýrði m.a. skemmtilegri vinnustofu í morgun. Byrjaði á því að segja þeim frá reynslu minni á því að nýta upplýsingatækni í leikskólum og síðan fengu gestirnir að leika sér í hreyfimyndagerð. Það var svakalega gaman að fylgjast með þeim takast á við verkefnið og afraksturinn varð fimm bráðsniðugar hreyfimyndir. Við notuðum smáforritið Stop Motion sem ung börn eiga sérlega auðvelt með að læra á. Hér má sjá nokkrar myndir frá því í morgun.