Upplýsingatækni

UTís2018

Í morgun var opnað fyrir umsóknir á UTís 2018. Besta einstaka menntaviðburð á Íslandi. UTís verður haldið 9-10.nóvember á Sauðárkróki og er takmarkað pláss. Ég hvet ykkur til þess að sækja um. UTís er haldið af fólki á gólfinu fyrir fólkið á gólfinu en er ekki sölusýning fyrirtækja. UTís er fyrir okkar fremsta skólafólk til þess að ræða saman í næði um skólaþróun og upplýsingatækni og deila því sem það telur, af eigin reynslu, vera best fyrir nám og kennslu. Aðeins eru 126 sæti í boði. Ég hef sótt UTís og mæli svo sannarlega með því. Hér má sjá myndband frá viðburðinum í fyrra.