Upplýsingatækni

Velkomin

Velkomin á Fikt- námsvef um upplýsingatækni fyrir leik- og grunnskólakennara.
Meginmarkmið með námsvefnum Fikt er að efla leik- og grunnskólakennara í notkun á upplýsingatækni í skólastarfi.

Markmiðið er að:

  • búa til námsvef með fræðslu fyrir kennara um það hvernig nýta megi upplýsingatækni í skólastarfi með ungum börnum.
  • útbúa námsefni þar sem kennurum er kennt á forrit sem henta börnum og þeim sýnt hvernig vinna má með þau verkfæri á skapandi hátt.
  • safna saman á einn stað upplýsingum um valið efni sem tengist upplýsingatækni í kennslu ungra barna.
  • benda á upplýsingar og kynna nýjungar sem kennarar geta nýtt sér til starfsþróunar.

Fikt, heiti námsvefsins, er nafnorð af sama stofni og sögnin að fikta sem þýðir að snerta eitthvað eða eiga við eitthvað, oft til þess að sjá hvernig það virkar. Höfundur hefur ítrekað hvatt kennara til þess að fikta sig áfram í upplýsingatækni og þá með þeim rökum að það sé sú leið sem börn fara til þess að læra á nýja tækni og er okkur öllum eðlislæg.

Gangi ykkur vel.

Fjóla