Upplýsingatækni

Dr. Zachary Walker á Íslandi

Á Alþjóðadegi kennara 5. október sl. stóð Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands fyrir skólamálaþingi. Yfirskrift Skólamálaþingsins var Innfædd á internetinu: breyttur heimur, snjallari nemendur. Aðalfyrirlesari var dr. Zachary Walker. Það var afar áhugavert að hlusta á Zachary, en hann hélt tvö erindi. Hægt er að horfa á upptökur frá erindum hans hér á heimasíðu KÍ. Zachary talaði í fyrirlestri sínum út frá átta mikilvægum spurningum sem kennarar þurfa að spyrja sig þegar þeir kenna og leiðbeina nemendum. Kannað var hvernig þessar spurningar gagnast kennurum, stjórnendum, samstarfsfólki og foreldrum. Zachary sagði að ef við viljum geta undirbúið nemendur fyrir þann síbreytilega og spennandi heim sem bíður þeirra verðum við að taka mark á og virða þessa kynslóð nemenda. Spurningin er hvort við erum reiðubúin að takast á við afar krefjandi spurningar til gagns fyrir nemendur okkar?