Upplýsingatækni

eTwinning-vinnustofa

Ég var svo heppinn að vera boðið á eTwinning-vinnustofu í Levi í Lapplandi í Finnlandi dagana 22. til 25. nóvember. Þangað fór ég ásamt Guðrúnu Kristjönu Reynisdóttur leikskólakennara frá leikskólanum Holti í Reykjanesbæ. Megin áhersla vinnustofunnar var Coding eða forritun með leikskólabörnum. Þetta var afar áhugaverð vinnustofa og ótal margt sem ég lærði þar. Það kom mér verulega á óvart hversu ítalskir leikskólakennarar eru komnir langt í forritun í leikskólum. Ég hitti þarna á vinnustofunni vinkonu mína sem ég vann með í Evrópuverkefnum á árunum 2006 til 2010. Hún var komin langt framúr mér í þessum efnum og hafði nýlega tekið við Evrópuverðlaunum fyrir eTwinningverkefni sem fjallaði um forritun með ungum börnum. Frábært að hitta hana og fá tækifæri á að læra af henni. Við Guðrún Kristjana notuðum millumerkið #etwinningisl á samfélagsmiðlum á meðan á vinnustofunni stóð og svo skrifuðum við bloggfærslu um ferðalagið hér á íslenska eTwinning blogginu.  Hér má sjá myndband frá vinnustofunni.