Upplýsingatækni

Uppáhalds

Uppáhalds bloggarinn minn er Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla. Ingileif heldur úti blogginu Bara byrja og fjallar um allt mögulegt. Ingileif á mörg áhugamál, en upplýsingatækni í skólastarfi er eitt af áhugamálum hennar. Hún kemur með margar ábendingar um áhugaverð smáforrit og það sem ekki er verra að hún prófar þau sjálf áður en hún mælir með þeim. Það er afar áhugavert að fylgjast með því hvernig hún finnur notagildi hvers smáforrits og vegna áhuga hennar þá smitast ég og reyni sjálf að finna út úr því hvort ég geti notað viðkomandi smáforrit í minni kennslu í leikskólanum.