Upplýsingatækni

Chatter Pix

Í fyrstu vikum janúar voru elstu börnin í leikskólanum Álfaheiði að læra á forritið ChatterPix- Kids. Forritið er ókeypis og mjög auðvelt í notkun. Börnin voru strax komin með margar hugmyndir um það hvernig þau geta notað það. Við tókum m.a. mynd af risaeðlulampa sem við sáum inni á Hlíð og börnin létu risaeðluna gefa frá sér ógurleg hljóð. Hér fyrir neðan má sjá hóp vinna, en ég er með fjóra 5-6 manna hópa og fáum iPada lánaða á næstu deildum svo börnin geti verið 2-3 með hvern iPad. Hægt verður að fylgjast með því sem við erum að læra í upplýsingatækni hér á vefsíðu Lundar.