Upplýsingatækni

Menntavarp

Það var viðtal við mig í Menntavarpi í dag. Þar vorum við Ingvi Hrannar að ræða um upplýsingatækni í leikskólum. Ég segi frá því hvernig ég nýti upplýsingatæknina í kennslu og svo fékk eitt og annað að fylgja með. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í Menntavarpi því í desember 2015 ræddum við Ingvi Hrannar um leikskólann sem lykil að farsælu skólastarfi. Ég mæli með Menntavarpi Ingva Hrannars, þetta er mjög metnaðarfullt starf hjá honum.