Upplýsingatækni

Leikjadagur

Það var gaman í leikskólanum Reynisholti í dag. Starfsfólkið fékk að leika sér á skipulagsdegi og fræðast um möguleika upplýsingatækninnar. Við vorum þarna Rakel G Magnúsdóttir, Sunneva Svarsdóttir og ég með allskonar upplýsingatækni leikföng sem við fengum að láni hjá Mixtúru og eigum sjálfar. Við lögðum megin áherslu á forritunarleikföng, en hér má sjá hvaða leikföng þetta voru. Þetta var rosalega gaman.