Upplýsingatækni

Töfrar

Börnin í Álfaheiði voru að leika sér með smáforritið Quiver í þessari viku. Það var áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þeirra. Til þess að galdra, eins og börnin sögðu að þau væru að gera, þarf að fara inn á heimasíðu Quiver og prenta út myndir. Forritið er frítt og nokkuð margar myndanna líka, en það er líka hægt að kaupa myndir fyrir smápening. Síðan lita börnin myndirnar og svo er smáforritið notað til þess að breyta myndinni þeirra í þrívídd. Þetta þótti börnunum afar áhugavert og reyndar starfsfólkinu líka.