Upplýsingatækni

Vorblót og menntabúðir í Reykjavík

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 15-17:30 verða haldnar menntabúðir í Höfðatorgi, Borgartúni 12-14. 7. hæð í Reykjavík. Þetta verður sannkallað Vorblót menningartengiliða og áhugafólks um list- og verkgreinar og menntabúðir í upplýsingatækni fyrir leikskóla.
Menningartengiliðum og öðrum áhugasömum gestum gefst tækifæri til að fá yfirsýn yfir fjölbreytta möguleika sem þeir geta nýtt í eigin vinnu og miðlað til áhugasamra á sínum starfsvettvangi.
Allar nánari upplýsingar er að finna hér og nauðsynlegt er að skrá sig til blótsins.