Upplýsingatækni

Upplýsingatækni – Handraðinn

Í dag var opinberuð frábær vefsíða sem hönnuð var og unnin af Berglindi Hauksdóttur, Ingileif Ástvaldsdóttur, Lindu Rós Rögnvaldsdóttur og Margréti Th. Aðalgeirsdóttur sem lokaverkefni í námskeiðinu Upplýsingatækni og starfsþróun til framtíðar í Háskólanum á Akureyri.

Handraðinn er ætlaður fyrir kennara og nemendur sem vilja nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi. Markmiðið er að safna hugmyndum að verkfærum og gera þau aðgengileg svo þau nýtist í daglegu starfi. Að sögn höfunda er það þeirra von að verkfærin nýtist þeim kennurum sem vilja auka hlut rafrænna kennsluhátta í sínu starfi. Ég hvet alla til þess að skoða vefsíðuna, hún er fagmannlega upp sett, frábært að sjá þessar tengingar við aðalnámskrá grunnskóla, hæfniviðmið og fl. áhugavert.