Upplýsingatækni

Forritunarleikur

Í síðustu viku voru börnin að læra grunnatriði forritunar í þessum leik. Börnin hjálpast að við að koma einu barni á ákveðinn reit til þess að barnið geti fengið sér rúsínu. Kenndar eru skipanirnar fram, aftur, til hliðar, snúa til hægri og vinstri. Þessir snillingar fóru bara létt með þetta, það var helst að hægri og vinstri vafðist fyrir þeim. Leikurinn er eitt af framlögum okkar til eTwinningverkefnisins Brave children learning to code sem við erum í ásamt leikskólum frá Ítalíu og Letlandi.