Upplýsingatækni

Snjallvefjan

Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri birti nýlega meistaraverkefnið sitt Snjallvefjan á vefnum. Markmið MA verkefnisins hennar var að útbúa sjálfshjálparvefsíðu sem auðvelda á einstaklingum er glíma við námsörðugleika, kennurum þeirra og foreldrum að læra á ýmis forrit sem geta veitt stuðning við nám og daglegt líf.

Verkefnið fjallar um notkun upplýsingatækni í skólastarfi, þar sem sjónum er beint að notkun snjalltækja hjá einstaklingum með námsörðugleika. Sérstakleg er skoðuð notkun tækni í tengslum við lestrarörðugleika og því sem tengist námsörðugleikum út frá þeim. Hönnun á vefsíðum, fjallað um uppbyggingu, form, leturgerðir og notkunar-möguleika. Það er óhætt að óska okkur öllum til hamingju með verkefnið hennar Helenu því það kemur svo sannarlega til með að nýtast öllum kennurum. Til hamingju Helena!