Upplýsingatækni

Bíó

Í dag var komið að uppskerustund á Lundi. Börnin voru búin að klára sögugerð sína í Puppet Pals og það var komið að því að skoða „bíómyndir“ allra hópa. Það var mikið hlegið og það er alltaf jafn skemmtilegt hvað sum þeirra verða feimin þegar þeirra saga birtist á tjaldinu. Það var misjafnt hversu mikið hóparnir lögðu i söguna sína, en allir voru mjög sáttir með útkomuna. Ég ákvað að setja sögurnar saman sjálf í þetta sinn í iMovie, það hefur ekki verið tími til þess að fara í það forrit með börnunum eftir áramót. Ég ákvað að setja framan við sögurnar myndir og myndbrot frá forvinnunni, svona til þess að sýna hversu mikil vinna það er sem liggur að baki sögugerðinni. Hér fyrir neðan eru myndir frá stund okkar í dag og svo „bíómyndin“.