Ég er afar stolt af henni dóttur minni Sunnevu Svavarsdóttur sem kemur fram í myndbandi fyrir Skóla- og frístundsvið Reykjavíkur. Hún hefur verið ásamt samstarfsfólki í leikskólanum Reynisholti að innleiða upplýsingatækni í skólastarfið. Næsta skólaár ætlar hún að vinna að starfendarannsókn um eigið starf og upplýsingatækni með yngstu börnunum í leikskólanum, sem verður jafnframt meistaraverkefnið hennar í leikskólafræðum.
Leikskólinn á Reynisholti | Upplýsingatækni
Í mörgum leikskólum borgarinnar er unnið markvisst með upplýsingatækni. Börnin í Reynisholti byrja snemma að fikta við tækin í leik og starfi. Sunneva Svansdóttir er leikskólakennari í Reynisholti. 💡
Posted by Skóla- og frístundasvið on Fimmtudagur, 14. júní 2018