Upplýsingatækni

Ljósmyndavandræði HEIC

Eftir síðustu uppfærslu á iPhone símanum mínum fór að bera á vandræðum með sniðið á ljósmyndunum sem ég tók á hann. Síminn fór allt í einu að taka ljósmyndir með HEIC sniði í staðinn fyrir JPEG. Þetta olli þeim leiðindum að þegar ég ætlaði að setja ljósmyndirnar inn á heimasíður þá vildu þær ekki sjá þetta snið. Ég ákvað að „googla“ og sjá hvað væri til ráða og viti menn, þetta voru þekkt vandræði. Leitin skilaði mér þessari síðu þar sem mér var leiðbeint hvernig ég gæti leiðrétt símann og svo einnig þessari síðu þar sem ég gat „convertað“ myndirnar yfir í JPEG. Set þetta hér inn bara svona ef einhverjir fleiri lenda í þessum vandræðum.