Sérkennsla, Sköpun, Upplýsingatækni

Puppet Pals

Þessa dagana eru eldri börnin sem mæta snemma á morgnanna að æfa sig í smáforritinu Puppet Pals. Þetta er afar skemmtilegt forrit þar sem börnin eru að skapa sinn eigin söguheim og tjá sig með brúðum. Brúðurnar eru tilbúnar, en þau hafa líka lært að búa til sínar eigin og setja líka sjálf sig inn í forritið og tala fyrir sig í ýmsum aðstæðum. Hægt er að fræðast meira um forritið og læra á það hér á Fikt. 
Börnin eru að búa til sitt eigið ævintýri út þessa viku og síðan eiga þau að fá tækifæri til þess að sýna hinum börnunum endanlegu útgáfuna. Við setjum ævintýrin á YouTube svo foreldrar geta notið líka.

Mosaic44b0f104c1106e8307508901ddeebc31f8fa85e8