Upplýsingatækni

Hvar standa leikskólar í upplýsingatækni?

Fyrirtækið Myndmál gerði könnun nýlega á notun tölva (spjaldtölva aðallega) í leikskólum landsins. Því miður þá var þátttaka í könnuninni ekki mikil, eða 38 leikskólakennarar gáfu sér tíma til þess að svara könnuninni. Þátttakendur voru víða að landinu svo það má sjá hver staðan er víða um land.

Niðurstaðan er því miður sú að leikskólar hér á landi eru ekki ofsetnir af tæknibúnaði. Að jafnaði er ein spjaldtölva á hverri deild í leikskólunum hér á landi og fram kemur að mikill skortur er á smáforritum á íslensku til þess að nota í leikskólastarfinu. Hægt er að nálgast niðurstöðuna hér á heimasíðu Myndmáls.