Um höfundinn

Ég heiti Fjóla Þorvaldsdóttir og lauk prófi sem leikskólakennari (fóstra) árið 1983 og hóf störf hjá Kópavogsbæ í kjölfarið. Vorið 1995 lauk ég diplómunámi í sérkennslu og starfaði sem sérkennslustjóri í leikskólum Kópavogs um árabil, með einu hléi 1997-2001, en þá starfaði ég í framhaldsskóla. Árin 2004-2006 lagði ég stund á framhaldsnám í tölvu- og upplýsingatækni og lauk rúmlega dilpómunámi í þeim fræðum. Frá þeim tíma hef ég unnið að innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarfið fyrst í leikskólanum Furugrund og síðan 2014 í leikskólanum Álfaheiði. Það var alltaf á döfinni að fara aftur í skólann og klára M.Ed.- prófgráðu, en árin liðu áður en ég vissi af. Síðustu átta ár hef ég verið varaformaður Félags leikskólakennara og hefur það annasama starf aðeins truflað námsferilinn. Ég sótti um námsleyfi hjá Kópavogsbæ 2017 til þess að klára loksins námið mitt og fékk. Ég hef því frá því í janúar 2017 verið að vinna að þessu lokaverkefni mínu í meistaranám í upplýsingatækni og miðlun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Netföng mín eru:
fjolathorvalds@gmail.com
fjolathorvalds@hotmail.com
fjolath@kopavogur.is

Eldra blogg: http://fjolath.blogspot.is

Vefsíða sérkennslustjóra í Kópavogi: http://www.gullkistan.net