Chatter Pix Kids

Chatter Pix Kids smáforritið er einstaklega einfalt og skemmtilegt forrit og hentar öllum aldri. Mjög ung börn hafa gaman af því að spreyta sig jafnt og fullorðið fólk. Þú tekur einfaldlega mynd af einhverju, t.d. manneskju, teikningu, bangsa o.s.frv. gerir strik sem á að vera munnur og svo tekur þú upp röddina þína og lætur myndina tala. Það er síðan hægt að deila myndinni með vinum og fjölskyldu, t.d. með því að senda þeim kjánalega kveðju, fjörug skilaboð eða skapandi kort. Forritið er ókeypis og eins og áður segir þá finnst nánast öllum gaman að leika sér í því. Hægt er að deila afurðinni í tölvupósti, vefsíðum, samfélagsmiðlum og YouTube.