Forritun (kóðun) eða tölvuforritun er sögð vera hið nýja læsi. Rétt eins og ritun hjálpar börnum að skipuleggja hugsun sína og tjá hugmyndir gildir það sama um forritun.
Í fortíðinni var forritun talin of erfið fyrir flest fólk, en í dag er talið að hún sé fyrir alla, rétt eins og að skrifa.
Mismunandi leiðir til þess að læra forritun
- án nokkurra verkfæra (bara talaðar upplýsingar)
- mismunandi leikir
- sögur, bækur
- smáforrit fyrir iPad (eða aðrar spjaldtölvur)
- forrit eða vefsíður fyrir tölvur
- mismunandi leikföng sem hægt er að forrita
- vélmenni
Fyrir ung börn er forritun eins og leikur!
Þau átta sig ekki á að þau séu að læra forritun á sama tíma!
Hér verður fjallað um mismunandi smáforrit og vefleiki sem henta til þess að kenna ungum börnum forritun.
Með ScratchJr læra börnin á aldrinum 5-7 mikilvægar færni í forritun þegar þau forrita eigin gagnvirkar sögur og leiki.
Box Island er fyrsti íslenski spjaldtölvuleikurinn sem kynnir forritun fyrir börnum. Leikurinn er sagður henta börnum 8 ára og eldri, en elstu börnin í leikskólanum geta alveg ráðið við hann.
Margverðlaunað forritunarefni á vef og smáforrit fyrir börn.
Kodable er hannað til að kenna börnum 4-11 ára að forrita.
Code Karts er smáforrit fyrir börn frá 4 ára aldri. Grunnatriði í forritun eru kennd í gegnum röð af rökréttum þrautum sem eru kynntar í formi kappaksturleiks. Ennfremur kennir forritið börnunum að takast á við hindranir og allt er kennt í gegnum leik og smá samkeppni (kappakstur).
Daisy the Dinosaur er ætlað til þess að kenna 6-8 ára börnum grunnatriði í forritun.
CodeSpark Academy With the Foos
CodeSpark Academy With The Foos er námsefni í forritun fyrir börn 4-9 ára.
Cato’s Hike er smáforrit til þess að kenna ungum börnum undirstöðuatriði í forritun. Ætlaður börnum frá 4 ára aldri.
Lightbot er smáforrit og einnig forritunarleikur á vef. Leikurinn er hannaður fyrir 9-11 ára, en mun yngri börn geta haft ánægju af honum.