Forritun

Því hefur verið fleygt fram að rúm 60% barna munu vinna í framtíðinni við störf sem ekki eru til í dag. Þegar svo spurt er hvað þessi störf munu fela í sér nefna flestir að störfin munu að einhverju leyti fela í sér þekkingu og reynslu í forritun. Þess vegna sé mikilvægt að kynna forritun fyrir ungum börnum og þjálfa þau í þeirri hugsun að þau geti haft áhrif á það sem gerist í tölvum framtíðarinnar.