Hugmyndir

Á heimasíðu Book Creator segir að í hverjum einasta mánuði ársins eru samdar meira en 1 milljón bækur á vefútgáfu forritsins. Það þarf nefnilega ekki endilega að vera með smáforritið því núna er líka hægt er að semja sögur á netinu. Þann möguleika eru margir skólar víða um heim farnir að nýta sér. Þannig eru t.d. að nokkrir bekkir að semja saman bækur um ákveðið viðfangsefni. Það er að sjálfsögðu einnig hægt með smáforritinu t.d. í gegnum iBooks og skýjaveitur eins og Dropbox, Googledrive og fl., en með netútgáfunni er það mun auðveldara.

Segja má að möguleikar á notkun Book Creators forritsins séu eins miklir og ímyndunarafl hvers og eins nær. Hér er t.d. hægt að lesa rafbók á ensku með 50 hugmyndum. Hægt er að fá bókina senda til sín í gegnum hnapp á síðu Book Creators.
Til eru bæði Facebook hópur og samfélag á Twitter um Book Creator forritið. Þar er hægt að fá margar góðar hugmyndir sem kennarar víða um heim eru að deila með hver öðrum. Þar er líka að finna upplýsingar um vefnámskeið sem eru reglulega í boði til þess að læra á forritið og fá fleiri hugmyndir um notkun þess.

Á síðunni Snjalltæki í leikskólastarfi sem er í eigu leikskólans Krógabóls á Akureyri má finna nokkrar hugmyndir að notkun Book Creators í skólastarfi.