Hugmyndir

Hér eru nokkrar hugmyndir um það hvernig hægt er að nýta Chatter Pix Kids smáforritið. Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi.

  • Börnin leika sér með eigin sjálfsmynd, segja t.d. hvað þau heita, hversu gömul þau eru og hvar þau eiga heima
  • Börnin teikna mynd og ljá henni svo rödd í smáforritinu
  • Börnin teikna mynd af uppáhalds leikfanginu sínu og leikfangið segir sögu
  • Börnin senda foreldrum sínum skilaboð
  • Starfsfólk getur sent skilaboð með því að taka mynd af t.d bangsa og minna þannig t.d. á foreldrafund
  • Börnin skrifa bókstaf og láta hann segja hvað hann heitir
  • Börnin skrifa tölustaf og láta hann segja hvað hann heitir

Til er samfélag á Twitter um Chatter Pix Kids forritið. Þar er hægt að fá margar góðar hugmyndir sem kennarar víða um heim eru að deila með hver öðrum