Krækjur

Við erum reglulega á vefnum og þegar við finnum góða síðu sem við viljum skoða nánar síðar þá listum við hana niður eða bókamerkjum. Það er hægt að gera í eigin tölvu og þá flokka krækjurnar eftir efni þeirra t.d. setja í möppu eftir áhugamáli, fræðsluefni o.s.frv., en það er líka hægt að lista niður krækjur á þar til gerðum vefsíðum. Á þessari vefsíðu 1stwebdesigner er vísað á 15 bestu vefsíðurnar til þess að safna saman krækjum.  Kosturinn við að safna krækjum á vefsíðum sem þessum er sá að þegar þú skiptir um tölvu áttu krækjusafnið þitt á vísum stað. Þess vegna hef ég m.a. verið að nota þannig þjónustu.

Hér á undirsíðum ætla ég að vísa á kræjur sem ég hef haldið til haga og varða upplýsingatækni í skólastarfi. Það er þá hægt að ganga að þeim vísum hér, en hafa ber í huga að krækjur eru forgengilegar, það getur verið búið að breyta þeim strax á morgun og þá hætta þær að virka hér.