Verkfæri

Á netinu er að finna ótal verkfæri sem hægt er að nota í námi og kennslu. Hér vísa ég á þau vefverkfæri sem ég þekki vel til og hef verið að nota í kennslu og líka í persónuleg lífi. Sum þessara verkfæra hentar að nota með öðrum kennurum, en nokkuð mörg þeirra er upplagt að nota með ungum börnum.

Kennarar hafa einnig farið að nýta sér samfélagsmiðla í auknum mæli til starfsþróunar. Margir hópar hafa myndast á t.d. Facebook, Twitter og Pinterest og eru kennarar mjög virkir í að miðla efni sín á milli og leita aðstoðar annarra ef þarf. Kennari sem er að leita að ákveðnu efni getur sett fram spurningu í slíkum hópi og verið búin að fá geysimörg gagnleg svör innan klukkustundar. Það er því orðið staðreynd að hægt er að nýta sér samfélagsmiðla til starfsþróunar með einföldum og skjótvirkum hætti.

Hér á undirsíðum er kennurum kennt að nýta þessa samfélagsmiðla til starfsþróunar.