Puppet Pals

Puppet Pals smáforritið er ótrúlega skemmtilegt. Í því er hægt að búa til eigin leiksýningu/ævintýri með leikurum og bakgrunnum.  Börnin geta stjórnað leikurunum með því að draga þá inn á sviðið og út aftur, stækkað leikarana og minnkað. Hægt að taka upp hreyfingarnar og hljóðin sem börnin búa til og ljá þannig leikurunum rödd. Með Puppet Pals er hægt að búa til leikmynd með hreyfingum og hjóði á mettíma. Hægt er að velja leikara (jafnvel sjálfan sig) og bakgrunna. Þetta smáforrit ýtir svo sannarlega undir sköpunarkraft barnanna og læsi.
​Í raun eru möguleikar þessa smáforrits óþrjótandi, það er bara spurning um að láta sér detta eitthvað í hug. Hægt er að flytja myndbandið og setja á vef eða nota t.d. í smáforritinu Book Creator til sögugerðar.

Picture