Quiver

Smáforritið Quiver er þrælskemmtilegt og þá sérstaklega sem tilbreyting í skólastarfinu. Þegar búið er að hlaða því niður í spjaldtölvuna er farið á heimasíðu smáforritsins og þar er í boði að prenta út allskonar myndir. Eins og smáforritið er frítt þá eru margar myndanna það líka, en það er líka hægt að kaupa myndir fyrir smápening. Börnin lita útprentuðu myndirnar og svo er smáforritið notað til þess að breyta myndinni þeirra í þrívídd. Þetta þykir börnunum afar áhugavert og reyndar starfsfólkinu líka.