Samfélagsmiðlar, Upplýsingatækni

Búa til kvikmynd í Google Photos

Hún Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri í Þelamerkurskóla er hafsjór af fróðleik í upplýsingatækni. Ég hef áður bent á vefinn hennar, Bara byrja, en í dag er sérlega góð ástæða til þess að heimsækja vefinn hennar. Þar sem hún er að kenna hvernig á að búa til einföld myndbönd með ljósmyndum og myndskeiðum sem eru í Google Photos. Eins og önnur verkfæri Google þá er hægt að vinna með öðrum að því að búa til myndband. Ég hef nokkuð notað Google Photos til þess að safna saman myndum sem fólk tekur af viðburðum. Þá bý ég til ljósmyndasafn og óska eftir því að gestir viðburðarins setji myndir þangað inn. Nú kann ég að búa til skemmtilegt myndband úr þeim myndum sem safnast og get þá komið myndbandinu á heimasíðuna eða á samfélagsmiðla.